Wednesday, August 30, 2006

München 2006

Dagur 2

Vöknuðum þunnir. Ákváðum að eina vitið væri að hressa okkur við þar sem við værum nú einu sinni komnir til Bæjaralands. Ákváðum að hunskast í sund. Það var rigning úti og frekar kalt svona miðað við Bæjaraland. Fórum í svona stóran garð því mér og Óðni langaði í vatnsrennibraut. Basically vorum við einu mennirnir í sundi í garðinum og þurftum ekki einu sinni að borga inn. Svo þegar við hlupum í laugina var öskrað á eftir okkur hvort við værum eitthvað ruglaðir. Anyways var bara tekið eitthvað hangs þarna og eftir mikið rifrildi enduðum við á Sushi bar um kvöldið. Þar var svona hlaðborð þar sem mikið var hlegið að okkur þar sem gengilbeinan hafði ekki við að taka diskana okkar. Eftir mat tók við knæpurölt þar sem einn bjór var tekinn á hverri knæpu. Óðinn og Dabbi eitthvað vælandi um þreytu og það nennti enginn að hlusta á þá svo ég og árni sögðum þeim að fara og ætluðum að halda áfram. Dabbi teiknaði kort fyrir okkur með leiðinni á Barschwein sem var eins einfalt og gat verið þegar ég horfði á það daginn eftir en við villtumst strax þetta kvöld. Hittum einhverja Íra sem voru mjög nettir. Fundum Barschwein eftir 2 tíma eða svo en þá var búið að loka. Þá fannst Árna sniðugt að syngja haturslag um IRA fyrir Írana. Lagið endar basically á Fuck Jerry Adams and the IRA. Furðaði hann sig mjög á því af hverju þeir þekktu ekki lagið og af hverju þeir vildu ekki tala við okkur lengur. P.s. þá var ég næstum því laminn í tætlur í Grikklandi út af þessu lagi.
Þá hittum við næst fyrir þýska táninga mér til mikillar ánægju. Héngum með þeim heillengi þar sem við meðal annars gáfum húfuna hans Dabba, tókum 50 metra langa taxaferð og töluðum um sleik.

Dagur 3

Vaknaði við æðislegan ilm hálfrar hænu og bretzel. Þvílík andskotans snilld. Vælukjóarnir frá gærkvöldinu voru komnir upp í áliti. Þeir fóru og náðu í 4 hálfar hænur, (Nei það virkar ekki að vera með tvær heilar, it just isn't the same) og svo fékk maður morgunmat í rúmið. Hænunni var að sjálfsögðu drekkt í bæversku sinnepi eins og öllu öðru í þessari ferð. Eftir hænurnar hálfu voru menn svo hressir að ákveðið var að skella sér niðrí bæ. Þar versluðu menn eins og vitleysingar og allt í H&M. Það var meira segja hagfræðibúð uppi í H&M. Ekki slæmt. Svo fór ég og kláraði það sem ég kom til að gera. Fór og keypti þýska landsliðsbúninginn með Schweinsteiger aftan á. Um kvöldið var einhver fundur hjá Íslendingafélaginu í Munchen. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta þangað. Reyndar eru held ég ekki nema svona 5 í þessu félagi og margir á Íslandi en fokk that.
Við ræddum um þetta mál og komumst að þeirri niðurstöðu að það þýddi ekki að mæta þangað edrú þar sem mæting var svona seint, eða klukkan 8. Drykkja hófst heima hjá Dabba þar sem menn spiluðu þorparann, digdigidi og dolphin's cry í gríð og erg. Vorum ekki lengi að stúta þessari Havana club flösku sem var þarna sem og nokkrum bjórum. Vorum líka dágóðan tíma að taka okkur til þar sem allir þurftu að fara í gæjafötin sín. Ég ákvað að vera Schweiny og setti á mig hanakamb og svaraði engum nöfnum nema Basti, Scweiny eða Schweinsteiger. Óðinn mundaði hvíta jakkann sem hann hafði svo lengi dreymt um og Árni og Dabbi viðruðu gæjafötin sem aldrei fyrr.
Komið var á knæpuna með skít í hári og fnyk um hálsinn. Sumir meira drukknir en aðrir. Liðið sat í lullinu en friðurinn var úti. Mættir voru Ömmi, Siggi, Fnykurinn, Einhver Þjóðverji, Indriði, Litlu byssurnar og systir Indriða og byssanna sem Fnykurinn reyndi að reyna við við litlar undirtektir litlu byssanna. Pöntuðum okkur að éta og héldum áfram stífri drykkju. Árna fannst sniðugt að panta sér kokteila, eitthvað sem átti að vera eins og GT og eitthvað bleikt sjitt. Lætin jukust og Allir voru orðnir blindfullir. Árni var orðinn skuggalegur og upp úr þurru byrjar hann að æla á gólfið eins og vitleysingur. Fólki stóð ekki alveg á sama þar sem knæpan var pakkfull. Svo þegar mesta spýjan var komin út og við í krampahlátri reynir greyið að standa upp en vill ekki betur til en svo að hann rennur í sinni eigin ælu og dettur kylliflatur á gólfið og liggur þar hreyfingarlaus í dágóða stund. Við getum ekki hreyft okkur fyrir hlátri. Þetta var of fyndið. Ætliði ekki að hjálpa honum upp, hann er vinur ykkar, spyr þjóðverjinn hneykslaður. Við svöruðum: eftir smá, þar sem við gátum ekki hreyft okkur af hlátri. En svo var hann dreginn upp og honum tókst að henda í mig 10 evrum fyrir reikningnum sínum og Ömmi fór með hann í göngutúr. Fyndið þar sem reikningurinn hans var svona 80 evrur.
Skemmtilegt atvik líka þegar Óðinn var að reyna að útskýra fyrir gengilbeinunni (sem var heit) að hún fengi 10 evrur fyrir hverja sekúndu sem hún færi í sleik við mig. Þá hafði Dabbi lofað mér 20 evrum fyrir hverja sekúndu sem ég færi í sleik við hana og eftir mikla umhugsun fannst mér ég eiga meiri séns ef ég splittaði þessum tuttugu evrum. En þar sem Óðinn var svo fullur og meira segja ég skyldi ekki enskuna hans sagði hún honum að fokka sér og fór í fýlu. Dabbi hét mér einnig 5 evrum til að tala við eitthvað lið frá Stuttgart sem ég og gerði þannig að Dabbi skuldar mér enn 5 evrur.
Leiðin lá svo á einhverja diskóteksgötu þar sem þorparinn var blastaður í leigubílnum. Aftur og aftur og aftur. Og það sem meira er, þá náðist diskurinn ekki út þannig að einhver tyrki er fastur með þorparann í bílnum sínum. Fórum inn á fullt af stöðum og Árni og Dabbi voru löngu farnir heim. Man ekki mikið en man eftir að ég var einn eftir og vissi ekkert hvar ég var. Fnykurinn var samt búinn að elta mig og ýmislegt gerði Schweiny. Til dæmis, Slamma með Bon Jovi, taka tequila skot, biðja nýnasista um að koma að berja niggara, dirty dansa og tungast. Endaði heima hjá Dabba þar sem Fnykurinn virðist hafa fylgt mér heim en ekki fékk hann að koma inn þar sem Dabbi Slammaði hurðinni á nefið á honum. Bara svona til að koma í veg fyrir misskilning þá hitti ég fnykinn niðrí bæ um daginn og hún var þýsk.

Monday, August 21, 2006

München 2006

Dagur 1

Flugið var klukkan 8 á morgni miðvikudags. Millilending í Köben og komutími klukkan 16:00 að staðartíma í Munchen, Bæjaralandi. Mættum út á flugvöll klukkan 6 um morguninn. Check inn, kaupa HC, Whiský og Tópas, og beint á barinn. Föttuðum það í flugvélinni að planið okkur í Þýskalandi var í raun ekkert. Hvað gera bændur þá. Jújú þeir detta í það. Whisky og chaser. Menn orðnir rakir í Danmörku. Ein pulsa og við misstum næstum því af vélinni sökum bjórdrykkju. Fórum að staupa í flugvélinni og menn orðnir góðir þegar við komum loksins til Bæjaralands. Þvílík snilld. Árni byrjaði skituna í flugvélinni á leiðinni. Héldum að við gætum haldið áfram að drekka en þurftum að bíða eftir töskunni hans óðins, sem kom aldrei. Töluðum við konuna sem sá um svona farangursmál. Reyndi að spreyta mig í þýskunni þangað til hún sagði mér pent að það væri kaffivél fyrir aftan mig og ég skyldi ná í kaffi fyrir mig og vin minn og svo koma að tala við sig. Svona eftir á held ég að hún hafi séð að við vorum ekki alveg edrú. En taskan fannst í köben og var keyrð heim til Dabba seinna um kvöldið. Solid. Komumst loksins inn í opna landið Þýskaland og hittum þar fyrir mann með mikið og litað yfirvaraskegg, sem fékk reyndar að fjúka seinna í ferðinni við litlar undirtektir þess sem hér ritar. Það tók 40 mínútur að fara með lest til borgarinnar sjálfar og það voru hinar bestu 40 mínútur sem einkenndust af Tópas flösku sem mjög sá á. Besta við þýskar lestir er að maður þarf ekkert að borga í þær. Nema þegar við tókum lestina á flugvöllinn tilbaka, þá var árni viss um að við yrðum teknir og þá sáum ég og óðinn að hann var búinn að jinxa þetta svo við keyptum miða. Og já við vorum spurðir. En það gerðist seinna.
Allaveganna, komnir til Munchen og hentum töskunum heim til Dabba og beint út í bjórgarð. Þar voru hálfar hænur étnar sem og laberkase. Uppgötvaði besta sinnep í heimi og sitja 4 dollur af því heima á borði. Helvíti mörgum mössum (ein mass = 1 lítri bjór) stútað og undarlega tómt varð allt í einu á borðunum í kringum okkur. Kvöldið endaði á Barschwein þar sem sumir gerðu lítið úr öðrum, aðrir vissu ekki hvað þeir hétu á meðan enn aðrir skildu ekki hvernig maður borgaði fyrir bjórinn. Systemið var þannig að maður fékk sko miða og þegar maður pantaði bjór strikaði konan bara í miðann í stað þess að taka við peningum sem greiðslumiðli. Maður borgaði svo við útganginn. Ef maður týndi miðanum þá voru það 50 evrur. Ég veit. Mjög einfalt. En þetta skildu ekki allir og Árni endaði í heiftarlegu rifrildi við mjóan þjóðverja og mjög feitan svertingja. Þeir voru að reyna að biðja hann um miðann en hann tók það ekki mál. Vissi ekkert hvað þeir voru að tala um sem endaði með því að Árni, já Árni hótaði að hringja á lögregluna. Alveg brjálaður. Að lokum var honum sleppt og skriðið var heim eftir kebab. Þar fékk Árni sér pizzu og gaurinn spurði, Uhhh one slice, two slice?? No no, whole pizza. Whole.
Daginn eftir sýndi Árni okkur einhvern miða sem var í buxunum hans og spurði hvað í andskotanum þetta væri. Hann uppskar mikinn hlátur fyrir vikið. More to come....

Monday, July 31, 2006

You must die for your sins against the earth

Helgin einkenndist af áfengi og innankinnarkossum. Það eru bara 3 manneskjur í öllum heiminum sem hafa prófað innankinnarkoss. It's gonna be huge. Just wait and see. Búinn að komast að því að kubbur er skemmtilegur leikur. Sérstaklega er gaman að benda á það að sá sem heldur á prikinu sé með wood. Hahahahahahahahaha. Ég er ennþá að hlægja að þessu. Fólk heldur að kubbur snúist um að hitta í hina kubbana. Það er bara vitleysa. Kubbur snýst um sálfræði. Allt spurning um að særa blygðunarkennd andstæðingsins. Ýmsar aðferðir eru til. Sumir byrja strax á mömmu hans. Ég er hins vegar alltaf búinn að kynna mér aðstæður, bakgrunn, kynhneigð, áhugamál og hjúskaparstöðu andstæðingsins. That gives me the edge. Nei ekki gamla kallinn í sveitaballahljómsveitinni þú líka heldur hin merkingin.
Svo ég haldi áfram að fara í bíó þá kíkti ég á sjóræningja karabíska hafsins – brjóstkassi látins manns. Þessi mynd snerist um dautt fólki, samkynhneigða sjóræninga og heita konu frá Stóra Bretlandi sem hatar ekki að halda framhjá Legolas. Allir vildu fá ákveðinn hlut úr brjóstkassa dauða mannsins. Basically, ömurleg mynd sem í raun byggðist bara á barnabröndurum og dóti sem aðeins krökkum og of feitum konum finnst fyndið. Nei heldurðu að ávextirnir hafi ekki bara raðast upp á spýtuna. Og. Hot teens. Ha.

Fór á frábæra tónleika í gær með emo rokkurunum í Sigurrós. Mætti tveimur tímum fyrir tónleika til að fá góð sæti. Það var klárlega góð ákvörðun. Ánægður með þetta í alla staði.

Hvernig er náriðlaphonesex? Hversu fyndið er það. Hringja í miðilinn sinn:
Náriðill: Geturðu haft samband við einhvern sem er dáinn
Miðill: Já, við skulum reyna, er það einhver sérstakur?
Náriðill: Uhh nei mér er alveg sama ahhhh
Miðill: Okei, uhh já ég fæ samband við eina hérna. Hún heitir Guðrún.
Náriðill: Ohh já, spurðu hana hvað hún er búin að vera dáin lengi. ahh
Miðill: Hún segir 2 ár.
Náriðill: Ahhhhhhhhh er hún, er hún öll svona þurr og köld og ógeðsleg?
Miðill: Já, hún segir það
Náriðill: Ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh
Náriðill: Takk fyrir mig.

Bara pæling.

Friday, July 21, 2006

Fór í bíó

Af hverju fer maður á mynd með Adam Sandler. Já það er til að sjá hann lemja einhvern í tætlur. En nei, í Click fæ ég gaur sem á heita konu og tvo krakka sem eru betri leikarar en Adam. Einhverjir weak ass brandarar um fjölskyldulíf sem einungis konur sem eiga nýfædda krakka og konur sem eiga nýfæddan krakka finnst fyndið. Kids say the darnest things. Gosh. Svo fær hann þessa fjarstýringu sem bara meikar ekkert sense þar sem hún byrjar bara að gera altt fyrir hann. Og talandi um seinni hálfleik. Ég hélt að ég gæti ekki grátið svona mikið. En það er hægt. Var með kökkinn í hálsinum fram að enda. Ohhh þessi lærði sína lexíu. Það er nokkuð ljóst. Hann mun aldrei aftur nota svona fjarsýringu til að stýra lífi sínu aftur. OOOOg guess what. Nú var þetta allt draumur. Kreatívt ha kreatín

Næsta skref var að kíkja á hinn persónuleikalausa líbanona Keanu Reeves og hina hæfileikalausu drottningu fegurðarsamkeppnismynda Söndru Bullock í epísku stórmyndinni The Lakehouse. Basically þá fjallar þetta um gaur sem greinilega á um sárt að binda þar sem hann er alltaf með fýlusvip en hver veit þar sem þetta er Keanu og hann er nákvæmlega eins hvort sem hann er að berjast við einhverjar vélar í draumaheiminum eða að berjast við son djöfulsins með sígarettu í munnvikinu og vængi á bakinu. Þessi gaur kaupir sér hús við vatnið. Já, nákvæmlega The Lakehouse og þannig fékk myndin nafnið. Á meðan er svarthærð fimmtug kona að flytja út og er læknir. Hún sendir honum skeyti þar sem hún biður um að forwarda meilnum sínum í sín nýju húsakynni. En þá kemur í ljós að hún er á árinu 2006 en hann á árinu 2004. Ha en þau geta samt talað saman. Í gegnum póstkassann já. Take a walk with me. Through the city segir Keanu. Og meðan þau labba eru þau bara að tala saman. What is that. Fóru þau alltaf tilbaka í póstkassann að ná í bréfið. Svo tvinnast bróðir hans Keanu inn í málið og pabbi hans líka. Standa í lakehousinu og eru að ræða arkitektúr og hvað arkitektur pabba þeirra sem er frægur arkitekt sé svona rosa fallegur. Hann gat skapað hluti en ekki klárað þá eða eitthvað svoleiðis. Þetta var ekkert smá táknrænt. Svo var Keane lag í trailernum en ekkert í actual myndinni. Þá fyrst var ég furios. Samt minna furios þegar Keanu dó ekki og þau sem voru ekkert smá ástfangin föðmuðust.

Fór líka á Ofurmennið snýr aftur. Worst movie ever. Djöfull var hún leiðinleg. Ekkert skin, nema hjá ofurmanninum þegar þau á sjúkrahúsinu rífa hann úr að ofan. Besides that, ömurlegt sjitt.

Í gær horfði ég svo á Sífellda garðyrkjumanninn. Já hann er constantly gardening. Þvílíkt rugl. Í fyrsta lagi er þetta ekkert um garðyrkju. Þetta er um getulausan karlmann og konuna hans sem deyr í fyrsta atriðinu. What, fékk Rachel Weisz óskarinn fyrir að segja: "It's too hot to stand in the heat darling" með breskum hreim. Ég skil ekki alveg. Ef þú hirðir svona vel um mannfólk, afhverju hirðirðu ekkert um plönturnar þínar segir sífelldi garðyrkjumaðurinn. Þær eru í bakgarðinum og deyja. Hann getur ekki hætt að garðyrkjast. Plúsinn er þó að maður sér jullurnar á Rachel Weisz sem gerist ekki á hverjum degi.

Monday, July 03, 2006

Guess what, she likes it !!!

Sumarið bara mætt á svæðið. Óþolandi þessir dagar sem enginn fótbolti er. Maður hefur ekki hugmynd hvað gera eigi við sig. Kvöldið getur ekki liðið án þess að maður fái sér bjór. Það væri þó ekki til eftirbreytni. Gaman að taka ekki 20 tíma fyllerí um helgina. Þá líður manni betur í vinnunni á mánudögum. Getur talað og gantast um daginn og lífið. Eða ekki. Mér er alveg sama. Coffee stimulates your thinking stendur á bollanum. Það er sloganið í dag. Corporate. Had any good ideas yet? Have another cup stendur á botninum á bollanum. The best ideas don't necceserily happen at your desk. Hvaða hugmyndir á maður að fá. Til dæmis, Það er svona suggestion box hérna. Ég skrifaði: Gefa fólki séns á að velja couscous í stað hrísgrjóna með fiskinum. Fannst það fáránlega góð hugmynd. Ekki það að hægt sé að kvarta yfir matnum. Ég væri til í að fara í sleik við kokkinn. Couscous er bara svo góður conversation starter. Ég labbaði upp að gellu um helgina og sagði: Mmm það er svo góð lykt af þér vinkona, þú minnir mig á couscous með citrus bragði. Kærastinn hennar kýldi mig í magann en ég sá að hún var hrifin.

Tuesday, May 30, 2006

Movin' on up

Sweet times. Það voru skil á þriðjudaginn. Skrifstofunni lokaði klukkan 15:30. Ég sendi ritgerðina í prentun 15:00. Mætti á svæðið og litaprentarinn var bilaður. Great. Prentaði svart og skilaði klukkan 17:00 þar sem ég lá á hurðinni á skrifstofunni (Any rumours of me crying are greatly exaggerated). Ritgerðin endaði í 58 bls. Mun meira en ég bjóst við þar sem ég hélt að þetta myndi í mesta lagi vera 30 bls. Sem er gott ekki vont. Ég var ánægður. Ég náði að skila (og aftur skilað í lit daginn eftir) og einhver er að fara að útskrifast.
Wasted síðan með smá hléum, reddaði mér vinnu og kíkti norður um helgina. Já kíkti í húsin, hey strákar eigum við ekki að kíkja í húsin!!! ahhh.

Vinna er hjá Arion. Byrjaði í dag. 5 atriði til að lýsa vinnustaðnum.
1. Konur
2. Dry cleaning service
3. Tölvuskjáir
4. Gengi
5. Stofnanir

Finnst eins og maður hafi þroskast. Spurning um að hætta að nota línur eins og "Hey fyrirgefðu, hvern þarf maður að misnota kynferðislega til að fá afgreiðslu hérna" I never used that.

Allaveganna, þarf að fara að endurskoða listann.

Monday, May 22, 2006

Það eru skil á morgun

Það eru skil á morgun.
Það eru skil á morgun
Það eru skil á morgun
og úti er light snow shower
Það eru skil á morgun
og ekkert bólar á Hell is for Heroes disknum mínum.
Það eru skil á morgun
og Starsailor eru orðnir þreyttir
Það eru skil á morgun
og Antony og Jónssynir er vinur minn
Það eru skil á morgun
og allir uppi í Odda eru vinir mínir
Það eru skil á morgun
og misnotkun á kaffi er ofmetin
Það eru skil á morgun
Og konan sem ég keyrði yfir á leiðinni í skólann er dáinn
Það eru skil á morgun
og mér er nákvæmlega sama um hana
Það eru skil á morgun
Og hurðinni verður haldið
Það eru skil á morgun
og ég pantaði tíma í prentsmiðju
Það eru skil á morgun
og það verður vakið
Það eru skil á morgun
Það eru skil á morgun
Það eru skil á morgun!!!