München 2006
Dagur 2
Vöknuðum þunnir. Ákváðum að eina vitið væri að hressa okkur við þar sem við værum nú einu sinni komnir til Bæjaralands. Ákváðum að hunskast í sund. Það var rigning úti og frekar kalt svona miðað við Bæjaraland. Fórum í svona stóran garð því mér og Óðni langaði í vatnsrennibraut. Basically vorum við einu mennirnir í sundi í garðinum og þurftum ekki einu sinni að borga inn. Svo þegar við hlupum í laugina var öskrað á eftir okkur hvort við værum eitthvað ruglaðir. Anyways var bara tekið eitthvað hangs þarna og eftir mikið rifrildi enduðum við á Sushi bar um kvöldið. Þar var svona hlaðborð þar sem mikið var hlegið að okkur þar sem gengilbeinan hafði ekki við að taka diskana okkar. Eftir mat tók við knæpurölt þar sem einn bjór var tekinn á hverri knæpu. Óðinn og Dabbi eitthvað vælandi um þreytu og það nennti enginn að hlusta á þá svo ég og árni sögðum þeim að fara og ætluðum að halda áfram. Dabbi teiknaði kort fyrir okkur með leiðinni á Barschwein sem var eins einfalt og gat verið þegar ég horfði á það daginn eftir en við villtumst strax þetta kvöld. Hittum einhverja Íra sem voru mjög nettir. Fundum Barschwein eftir 2 tíma eða svo en þá var búið að loka. Þá fannst Árna sniðugt að syngja haturslag um IRA fyrir Írana. Lagið endar basically á Fuck Jerry Adams and the IRA. Furðaði hann sig mjög á því af hverju þeir þekktu ekki lagið og af hverju þeir vildu ekki tala við okkur lengur. P.s. þá var ég næstum því laminn í tætlur í Grikklandi út af þessu lagi.
Þá hittum við næst fyrir þýska táninga mér til mikillar ánægju. Héngum með þeim heillengi þar sem við meðal annars gáfum húfuna hans Dabba, tókum 50 metra langa taxaferð og töluðum um sleik.
Dagur 3
Vaknaði við æðislegan ilm hálfrar hænu og bretzel. Þvílík andskotans snilld. Vælukjóarnir frá gærkvöldinu voru komnir upp í áliti. Þeir fóru og náðu í 4 hálfar hænur, (Nei það virkar ekki að vera með tvær heilar, it just isn't the same) og svo fékk maður morgunmat í rúmið. Hænunni var að sjálfsögðu drekkt í bæversku sinnepi eins og öllu öðru í þessari ferð. Eftir hænurnar hálfu voru menn svo hressir að ákveðið var að skella sér niðrí bæ. Þar versluðu menn eins og vitleysingar og allt í H&M. Það var meira segja hagfræðibúð uppi í H&M. Ekki slæmt. Svo fór ég og kláraði það sem ég kom til að gera. Fór og keypti þýska landsliðsbúninginn með Schweinsteiger aftan á. Um kvöldið var einhver fundur hjá Íslendingafélaginu í Munchen. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta þangað. Reyndar eru held ég ekki nema svona 5 í þessu félagi og margir á Íslandi en fokk that.
Við ræddum um þetta mál og komumst að þeirri niðurstöðu að það þýddi ekki að mæta þangað edrú þar sem mæting var svona seint, eða klukkan 8. Drykkja hófst heima hjá Dabba þar sem menn spiluðu þorparann, digdigidi og dolphin's cry í gríð og erg. Vorum ekki lengi að stúta þessari Havana club flösku sem var þarna sem og nokkrum bjórum. Vorum líka dágóðan tíma að taka okkur til þar sem allir þurftu að fara í gæjafötin sín. Ég ákvað að vera Schweiny og setti á mig hanakamb og svaraði engum nöfnum nema Basti, Scweiny eða Schweinsteiger. Óðinn mundaði hvíta jakkann sem hann hafði svo lengi dreymt um og Árni og Dabbi viðruðu gæjafötin sem aldrei fyrr.
Komið var á knæpuna með skít í hári og fnyk um hálsinn. Sumir meira drukknir en aðrir. Liðið sat í lullinu en friðurinn var úti. Mættir voru Ömmi, Siggi, Fnykurinn, Einhver Þjóðverji, Indriði, Litlu byssurnar og systir Indriða og byssanna sem Fnykurinn reyndi að reyna við við litlar undirtektir litlu byssanna. Pöntuðum okkur að éta og héldum áfram stífri drykkju. Árna fannst sniðugt að panta sér kokteila, eitthvað sem átti að vera eins og GT og eitthvað bleikt sjitt. Lætin jukust og Allir voru orðnir blindfullir. Árni var orðinn skuggalegur og upp úr þurru byrjar hann að æla á gólfið eins og vitleysingur. Fólki stóð ekki alveg á sama þar sem knæpan var pakkfull. Svo þegar mesta spýjan var komin út og við í krampahlátri reynir greyið að standa upp en vill ekki betur til en svo að hann rennur í sinni eigin ælu og dettur kylliflatur á gólfið og liggur þar hreyfingarlaus í dágóða stund. Við getum ekki hreyft okkur fyrir hlátri. Þetta var of fyndið. Ætliði ekki að hjálpa honum upp, hann er vinur ykkar, spyr þjóðverjinn hneykslaður. Við svöruðum: eftir smá, þar sem við gátum ekki hreyft okkur af hlátri. En svo var hann dreginn upp og honum tókst að henda í mig 10 evrum fyrir reikningnum sínum og Ömmi fór með hann í göngutúr. Fyndið þar sem reikningurinn hans var svona 80 evrur.
Skemmtilegt atvik líka þegar Óðinn var að reyna að útskýra fyrir gengilbeinunni (sem var heit) að hún fengi 10 evrur fyrir hverja sekúndu sem hún færi í sleik við mig. Þá hafði Dabbi lofað mér 20 evrum fyrir hverja sekúndu sem ég færi í sleik við hana og eftir mikla umhugsun fannst mér ég eiga meiri séns ef ég splittaði þessum tuttugu evrum. En þar sem Óðinn var svo fullur og meira segja ég skyldi ekki enskuna hans sagði hún honum að fokka sér og fór í fýlu. Dabbi hét mér einnig 5 evrum til að tala við eitthvað lið frá Stuttgart sem ég og gerði þannig að Dabbi skuldar mér enn 5 evrur.
Leiðin lá svo á einhverja diskóteksgötu þar sem þorparinn var blastaður í leigubílnum. Aftur og aftur og aftur. Og það sem meira er, þá náðist diskurinn ekki út þannig að einhver tyrki er fastur með þorparann í bílnum sínum. Fórum inn á fullt af stöðum og Árni og Dabbi voru löngu farnir heim. Man ekki mikið en man eftir að ég var einn eftir og vissi ekkert hvar ég var. Fnykurinn var samt búinn að elta mig og ýmislegt gerði Schweiny. Til dæmis, Slamma með Bon Jovi, taka tequila skot, biðja nýnasista um að koma að berja niggara, dirty dansa og tungast. Endaði heima hjá Dabba þar sem Fnykurinn virðist hafa fylgt mér heim en ekki fékk hann að koma inn þar sem Dabbi Slammaði hurðinni á nefið á honum. Bara svona til að koma í veg fyrir misskilning þá hitti ég fnykinn niðrí bæ um daginn og hún var þýsk.